Dælur

Senda fyrirspurn

 

Jesco dælur eru notaðar til þess að skammta nákvæmlega þekktu magni af vökva. Þær eru til í þremur gerðum. Spóludrifnar dælur henta fyrir lítið rennsli t.d. fyrir klóríblöndun í sundlaugarvatn eða þvottavatn í matvælaiðnaði. Mótordrifnar, 3ja fasa, dælur henta fyrir stöðuga dælingu t.d. fyrir íblöndun kemískra efna í vatn eða til íblöndunar bætiefna í steypu. Stimpildælur eru notaðar til dælingar á móti háum þrýstingi. Dælurnar eru úr ryðfríu stáli eða efnaþolnu plastefni.

FLUX tunnu- og brúsadælur eru notaðar til þess að dæla úr tunnum, tönkum og öðrum ílátum. Þær samanstanda af mótor með áfastri dælu. Dælurnar geta verið úr mismunandi efnum allt eftir því hvaða vökva á að dæla. T.d. úr PP plasti til þess að dæla tærandi vökvum, ryðfríu stáli til þess að dæla leysum eða PVDF plasti til þess að dæla sterkum klór. Sérstakar dælur eru fáanlegar til þess að dæla seigum vökvum s.s. sýrópi eða málningu. Mótorarnir eru af ýmsum gerðum t.d. loftdrifnir eða neistaþéttir mótorar fyrir dælingu á eldfimum vökvum.

 

Masterflex slöngudælur eru notaðar þar sem þörf er á hámarks hreinlæti s.s. í lyfja og matvælaiðnaði. Vökvinn snertir aðeins slönguna og kemst ekki í snertingu við málma. Engin hætta er á leka eða smiti gegnum pakkdós. Slöngudælur soga 8 metra og lyfta allt að 27 metra. Þær eru fáanlegar með stýribúnaði til nákvæmrar skömmtunar á vökvum. Slöngurnar eru af mörgum gerðum allt eftir því hvaða vökva á að dæla.