Vökvagreinar – gasgreinar

 

GC-2025

I-series

Quick-DB Forensic

Shimadzu var stofnað árið 1875 í Kyoto í Japan og framleiddi mælitæki og lækningatæki. Rannsóknir og tækniþróun hefur ætíð verið kjarninn í starfsemi Shimadzu og fyrirtækið verið í fararbroddi í þróun efnagreiningatækni. Til marks um það er að vísindamaður hjá Shimadzu, Koichi Tanaka, fékk Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 2002.

Shimadzu tækin eru talin með þeim afkastamestu og bestu sem fáanleg eru. Þeir framleiða t.d. vökvagreina (HPLC/UHPLC) bæði með hefðbundnum nemum og massagreinum. Einnig gasgreina (GC) og gas/massagreina (GC/MS) sem eru ein þau hröðustu og næmustu tæki sem völ er á. Shimadzu framleiðir margar gerðir af litrófsmælum (UV/VIS/NIR/FTIR o.s.fr) og selur fleiri slíka mæla en nokkur annar framleiðandi. Shimadzu framleiðir atómgleypnitæki (AAS) , plasmatæki (ICP), og tæki sem byggja á Röntgenljómun (EDXRF) fyrir yfirborðsefnagreiningar.

Shimadzu er með starfstöðvar um heim allan. Evrópumiðstöð þeirra er í Duisburg í Þýskalandi. Þar er stór varahlutalager og verður hægt að fá alla varahluti senda þaðan með hraðsendingarþjónustu.

Sölumenn Kemíu veita svör við frekari spurningum um vörur frá Shimadzu.