Innréttingar

 

Waldner Laboreinrichtungen er stærsti framleiðandi innréttinga fyrir rannsóknastofur í Evrópu. Þeir hafa þróað innréttingar sem þola álag sterkra efna, sem notuð eru í rannsóknum. Innréttingarnar eru hannaðar af færustu innréttingaarkitektum og hafa hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir fallega hönnun. Þau eru aðlöguð þörfum rannsóknamanna og byggir Waldner þar á áratuga reynslu og samstarfi við vísindamenn um allan heim.

 

Með nútíma framleiðslutækni hefur verðið lækkað og eru Waldner innréttingar mjög hagkvæmur kostur. Sogskápar frá Waldner uppfylla alla öryggisstaðla og eru fáanlegir af mörgum gerðum. Kemía hefur selt Waldner innréttingar á Íslandi í mörg ár og eru þær t.d.hjá Efnafræðiskor Háskóla Íslands, Raunvísindastofnun Háskólans, Hafrannsóknastofnun, Alvotec, Íslenskum orkurannsóknum, Járnblendifélaginu, Íslenskri erfðagreiningu, Actavis, Háskólanum á Akureyri og víðar.

 

Ný deild Waldner Schule hefur þróað innréttingalínu sem ætluð er fyrir kennslustofur í eðlis-, efna-, líf-, og jarðfræði og öðrum raunvísindum. Þar sameina þeir þekkingu á innréttingum fyrir rannsóknastofur og nýjustu kennslutækni í raunvísindum og bjóða heildarlausnir fyrir leiðandi framhaldsskóla. Innréttingar frá Waldner eru m.a. hjá Verzlunarskóla Íslands, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Ármúlaskóla og Fjölbrautarskóla Vesturlands.

 

Sölumenn Kemíu veita svör við frekari spurningum um Waldner rannsóknastofuhúsgögn.