Jónagreinar – pH mælar -titratorar

pH meter

Automatic CVS

Eco Titrando

Metrohm var stofnað árið 1943 í Hersau í Sviss og varð fljótlega mjög framarlega í þróun efnagreiningatækja sem byggja á rafefnafræði. Stofnandi Metrohm vildi tryggja að fyrirtæki hans fengi að lifa sjálfstætt áfram og yrði ekki yfirtekið af bönkum eða fjárfestum sem ekki skildu hugsjón hans. Hann taldi að þannig gæti fyrirtækið hugsað langt fram í tímann og tekið ákvarðanir sem best gögnuðust viðskiptavinum, starfsmönnum og heimabyggð. Hann stofnaði sjóð og gaf starfsmönnum og heimabyggð sinni fyrirtækið árið 1982 með þeim fyrirvara að ekki mætti selja það. Starfsmenn Metrohm hafa tryggt starfsumhverfi og viðskiptavinir geta reitt sig á að fá áfram gæðatækin sem Metrohm framleiðir. Metrohm hefur dafnað vel í þessu umhverfi og er viðurkennt sem leiðandi framleiðandi nákvæmnis-mælitækja til efnagreininga.

 

Sölumenn Kemíu veita svör við frekari spurningum um vörur frá Metrohm.