Míkrópípettur
Árið 1940 stofnuðu tveir úrsmiðir Socorex í Lausanne í Sviss og byrjuðu að framleiða sprautur og nálar fyrir lyfja og næringargjöf. Nú framleiðir Socorex einnig míkrópípettur og önnur áhöld fyrir rannsóknastofur til vökvaskömmtunar.
Socorex framleiðir meðal annars rafknúnar pípettur sem auka afköst og hvíla þumalfingurinn, stillanlegar míkrópípettur og flöskuskammtara.
Einnig pípettuodda, pasteurpípettur, bakka fyrir hvarfefni, standa og fleiri fylgihluti.
Sölumenn Kemíu veita svör við frekari spurningum um vörur frá Socorex.