Ljósbrotsmælar

Þegar ljós fer í gegnum vökvayfirborð þá breytir það um stefnu. Þessi eiginleiki er breytilegur eftir vökvagerð og styrk efna í vökvanum. Hann er hagnýttur á margvíslegan hátt til rannsókna og í iðnaði.

ATAGO er japanskt fyrirtæki sem framleiðir allar gerðir af ljósbrotsmælum.

Fullkomnust og nákvæmust er RX gerðin sem er notuð til rannsókna og til þess að þekkja efni og í gæðaeftirlit í lyfja og efnaiðnaði.

PAL mælarnir eru handhægir og vatnsþéttir og hentugir til gæðaeftirlits í iðnaði.

Algengt er að mæla styrk sykurlausna með ljósbrotsmælum t.d. í drykkjarvörum og sultum. eða í víni. Einnig er saltstyrkur mældur með ljósbrotsmælingu, t.d. saltpækill fyrir saltfiskverkun.

Ljósbrotsmælana frá ATAGO er einnig hægt að fá fyrir stöðuga mælingu ljósbrots í framleiðslurás t.d. fyrir gosdrykkjagerð.

Sölumenn Kemíu veita svör við frekari spurningum um mælitæki frá ATAGO.