Vörur fyrir rannsóknastofur

Thermometer

Flame photometer

 

Hot plates and scales

Cole Parmer hefur síðan 1955 útvegað margskonar búnað til rannsókna og tilrauna. Vörurnar eru listaðar í Cole Parmer vörulistanum prentaður er á tveggja ára fresti. Í vörulistanum eru upplýsingar um tæki og búnað frá Cole Parmer og öðrum viðurkenndum framleiðendum á tæknibúnaði. Hann er ómissandi uppsláttarrit fyrir alla þá sem stunda rannsóknir og aðra tæknivinnu. Í vörulistanum eru greinagóðar upplýsingar um tækjabúnaðinn og að auki aðrar tækniupplýsingar s.s. um efnaþol og aðra eiginleika plastefna og málma, umreiknistuðlar fyrir mælieiningar o.fl.

 

Í svo stórum lista getur verið erfitt að finna það sem leitað er að. Til þess að létta þér vinnuna þá endilega hafðu samband við okkur og láttu okkur sjá um leitina. Sölumenn Kemíu hafa menntun í verkfræði og raunvísindum og margra ára reynslu í rannsóknavinnu og þróunarstarfi. Við leiðbeinum viðskiptavinum um val á tækjabúnaði og öðrum vörum frá Cole Parmer. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur tölvupóst og við sendum þér upplýsingar um vörurnar sem til greina koma ásamt verðtilboði. Við fáum reglulega vörur með flugi frá Cole Parmer, en einnig er mögulegt að fá vörurnar með hraðsendingu ef mikið liggur við.

 

Sendið okkur tölvupóst og við sendum ykkur ókeypis eintak af Cole Parmer vörulistanum. Sölumenn Kemíu veita svör við frekari spurningum um vörur frá Cole Parmer.