Gæðastefna
Kemía er innflutningsfyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á tækjabúnaði og vörum fyrir rannsóknir og iðnað og þjónustu því tengdu. Við veljum framleiðendur af kostgæfni og stefnum að því að bjóða eingöngu vandaða vöru frá leiðandi framleiðendum á hverju sviði.
Sölumenn Kemíu skulu hafa háskólamenntun á sviði raunvísinda og verkfræði og geta veitt faglega ráðgjöf um notkun vörunar. Við kappkostum að bjóða hágæðavöru og að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu. Gæðastefna okkar skal vera í stöðugri endurskoðun með það markmið að uppfylla óskir viðskiptavina okkar í hvívetna.
Öryggis og heilbrigðisstefna
Öryggi og heilbrigði starfsmanna Kemíu er fyrirtækinu mjög mikilvægt. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að allir starfsmenn hafi heilsusamleg og ánægjuleg vinnuskilyrði. Kemía veitir starfsmönnum sínum, að svo miklu leyti sem unnt er, allan nauðsynlegan búnað og aðstöðu til að tryggja sem best öryggi þeirra og heilsu á vinnustað. Mikilvægt er að allir starfsmenn séu vakandi fyrir öryggismálum og þeim fyrirbyggjandi aðgerðum sem þörf er á í hvert skipti.
Umhverfisstefna
Kemía er fylgjandi náttúruvernd og skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda og vinnur að því að efla umhverfisvitund starfsmanna. Í rekstri förum við sparlega með auðlindir og tökum tillit til umhverfissjónarmiða við kaup á aðföngum. Við leggjum áherslu á að endurnýta og endurvinna og að farga úrgangi með sem minnstum umhverfisáhrifum.